Ferðafélag Íslands býður upp á fjölbreyttar gönguferðir á Íslandi (original) (raw)

FÍ og Hvammsvík taka höndum saman

Ferðafélag Íslands og Hvammsvík hafa tekið saman höndum og munu vinna saman að því efla og styrkja útivistarsvæði í nærumhverfi s, í Hvalfirði og Kjós. Um leið njóta félagar í FÍ bestu kjara í sjóböðunum í Hvammsvík. Ólöf Kristín Sívertsen forseti ferðafélagsins er mjög ánægð með samstarfsssamninginn. ,, Við hlökkum mikið til að vinna með Hvammsvík að því að styrkja útivist í Hvalfirði og Kjós og um leið að geta gert sjóböðin í Hvammsvík að áfangastað í ferðum okkar á svæðinu," segir Ólöf.
26.09.2024

Framkvæmdir FÍ við endurbyggingu sæluhúss á Mosfellsheiði ganga vel

Ferðafélag Íslands hefur undanfarin misseri unnið að endurbyggingu á sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði. Það var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, það var 7x4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni og útidyr voru á langvegg.
22.09.2024

Hraun og haustlitir í Búrfellsgjá á laugardag

Ef þú hefur áhuga á að njóta haustlitanna í einni aðgengilegustu eldstöðinni í nágrenni höfuðborgarinnar þá er tækifærið núna um helgina. Núna á laugardag, þann 28. september, stendur Háskóli Íslands nefnilega fyrir fróðleiksgöngu um Búrfellsgjá í samvinnu við Ferðafélag barnanna, anga innan Ferðafélags Íslands. Gangan er helguð fróðleik um fjölmargt sem ber fyrir augu.
20.09.2024

Lokun skála á Laugaveginum

Nú fer að líða að vetri og vinna hafin við lokun skála FÍ bæði á Laugaveginum og á öllum öðrum skálasvæðum félagsins. Skálum FÍ í Emstrum, Hvanngili, Álftavatni, Hrafntinnuskeri verður lokað frá og með 17. september. Skálavörður verður í ...
16.09.2024

FÍ vísar veginn

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti og vegvísa á fjölförnum vinsælum gönguleiðum. Upplýsingaskilti hafa meðal annars verið sett upp við skála FÍ á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi, sem og við upphafsstaði göngu á Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls. Vegvísar hafa verið settir upp á Laugavegi, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna, alls yfir 40 vegvísar á þessum gönguleiðum.
15.09.2024

Öryggismál ferðafólks á fjöllum

Ferðafélag Íslands hefur unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar veður er vont á fjöllum. Hægt er að finna áhættumat gönguleiða hér á heimasíðunni undir fróðleik á forsíðunni. Nú þegar haustlægðir eru framundan er mikilvægt að huga vel að öryggisatriðum áður haldið er til fjalla. Góður undirbúningur og allur réttur búnaður skiptir þá mjög miklu máli.
12.09.2024

Heilnæm útivist og fræðsla í samvinnu FÍ og Krabbameinsfélagsins

Síðastliðinn vetur hófst samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Krabbameinsfélagsins sem fólst í því að bjóða upp á reglulegar gönguferðir fyrir skjólstæðinga Krabbameinsfélagsins. Mikil ánæjga var með þetta verkefni og er því nú áfram haldið.
10.09.2024

Hreint vatn í vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum

Fyrir nokkru síðan komu upp veikindi á Laugaveginum þar sem grunur var um að mætti rekja til mengunar í vatnsbólum. Nú hafa borist niðurstöður úr sýnatökum úr vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum. Niðurstöður staðfesta að vatnið stenst kröfur heilbrigðisyfirvalda, í Landmannalaugum, í Álftavatni, í Hvanngili og í Emstrum. Í Hrafntinnuskeri greindust coli gerlar í vatni, sem eru ekki e coli gerlar og ekki alvarlegs eðlis. Unnið er að því að tryggja að yfirborðsvatn komist ekki í vatnsbrunn í Hrafntinnuskeri. Á sama tíma hafa aðgerðir FÍ og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengið vel og engin veikindi greinst síðustu daga og hafa í hlutfalli af fjölda göngufólks á svæðinu verið lítil. Áfram hefur verið unnið með aukin þrif og sóttvarnir, m.a. þrif með klórblöndum og lögð áhersla á persónubundnar sóttvarnir, þrífa hendur vel og spritta, þrífa alla snertifleti og ekki síst mataráhöld og borðbúnað, með heitu vatni og sápu fyrir og eftir notkun.
09.09.2024

Ávarp Hjörleifs Guttormssonar á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands 27. ágúst 2024

Kæru samfélagar í Ferðafélagi Íslands. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Ferðafélagi Íslands, starfsmönnum þess...
28.08.2024

Á toppi Matterhorns

Síðustu helgi klifu Tómas Guðbjartsson og Matthías Sigurðsson 4478 metra háan tind Matterhorns.
27.08.2024

FÍ fagnar Þórsmerkurþjóðgarði

Ferðafé­lag Íslands fagn­ar því að um­hverf­is­ráðuneytið íhugi að stofna þjóðgarð í Þórs­mörk og ná­grenni.
20.08.2024

75 ára á 9 tindum Tindfjalla

Mæðgurnar Helga Sveinbjarnardóttir 75 ára og dóttir hennar Laufey Jakobsdóttir gerðu sér lítið fyrir og gengu á 9 tinda Tindfjalla með Ferðafélagi Íslands, þar sem Hjalti Björnsson leiddi för. Helgu hafði alltaf dreymt um að ganga um í Tindfjöllum og þegar nálgaðist 75 ára afmæli hennar þá ákvað Laufey að gefa móður sinni þessa ferð í afmælisgjöf, 9 tinda Tindfjalla með FÍ. Helga hefur alla tíð verið létt á fæti, gengið mikið og verið dugleg að synda en ekki með mikla reynslu af fjallgöngum. Þrátt fyrir það gekk Helga á alla 9 tindana með seigluna og löngunina til að lára alla tindana, sem tókst...
02.08.2024

Rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi

Nú er komið rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Ferðafélagið hefur í mörg ár unnið að því að koma vatni á í Baldvinsskála og eftir fjölmargar rannsóknar- og vettvangsferðir, mælingar og verkfræðilegar vangaveltur þá er rennandi vatn komið á í Baldvinsskála. Stefán Jökull Jakobsson umsjónarmaður skála FÍ og Daníel Guðmundsson, hans aðstoðarmaður kláruðu þetta verkefni í dag.
31.07.2024

Forseti Íslands sæmdur gullmerki FÍ

Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í Árneshrepp á Ströndum í máli og myndum:
16.07.2024

Ferðaáætlun FÍ 2024 - allar ferðir

Hér má með einföldum hætti sjá allar ferðir í ferðaáætlun FÍ 2024; https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir. Auk þess má leita á leitarvél að styttri ferðum, sumarleyfisferðum, ferðafélags barnanna ferðum og ferðum deilda FÍ.
06.07.2024

Opið í alla skála FÍ á fjöllum

Nú er búið að opna alla skála FÍ á fjöllum eftir frekar erfiðar aðstæður á fjöllum í júní. Skálaverðir mættu til starfa á Laugaveginum uppúr miðjum júní og hófu undirbúning fyrir opnum. Skálaverðir eru einnig mættir til starfa í Nýjadal, í Norðurfirði, í Hornbjargsvita og í Hvítárnesi. Sumarið og sólin hefur verið að sína sig fjöllum og ferðafólk átti til að mynda frábæra daga i í Langadal Þórsmörk um nýliðina helgi.
05.07.2024

Gönguhópur sem faðmar tré

Ferðafélag Íslands er eitt stærsta lýðheilsufélag landsins, segir Ólöf Kristín Sivertsen forseti FÍ. Þar á hún reyndar ekki endilega við að félagið hafi breyst í þessa veru til að vera í takt við tíðaranda, heldur hafi það unnið í þágu lýðheilsu allar götur frá stofnun þess árið 1927. Ólöf segir að félagið hafi alla tíð haft það að markmiði að efla heilbrigði og lífsgæði fólks með ferðalögum, hreyfingu og útivist í góðum félagsskap.
24.06.2024

Nýtt Gönguleiðakort fyrir Þórsmörk og Goðaland

Út er komið nýtt gönguleiðakort um gönguleiðir í Þórsmörk og Goðalandi, útgefið af Ferðafélagi Íslands og Útivist.
22.06.2024

Árbók FÍ 2024 - Sunnan Vatnajökuls - Frá Núpsstað til Suðursveitar

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 97. árið í röð. Titill bókarinnar er Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar. Í henni er fjallað um svæði sem markast af Djúpá í Fljótshverfi í vestri, vatnaskilum Vatnajökuls í norðri, Steinadal í Suðursveit í austri og strandlengjunni í suðri. Höfundar eru Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Langflestar ljósmyndir í bókinni eru eftir höfundana þrjá og Snævarr annaðist jafnframt gerð uppdrátta og skýringarmynda.
22.06.2024

Brosmildi formaður byggingarnefndar ætlar að byggja á Laugaveginum

„Fyrstur í röðinni á Laugaveginum í framkvæmdum er Skagfjörðsskáli í Langadal í Þórsmörk,“ segir Sigurður Ragnarsson formaður byggingarnefndar FÍ . „Eftir mikla umræðu innan félagsins var ákveðið að reisa nýjan skála á stað þess gamla sem reistur var 1954. Nýi skálinn á að vera í sömu mynd og sá gamli að utan en að innan eru gerðar fáeinar breytingar til úrbóta í ljósi áratuga reynslu af rekstri skálans. Staðan á málinu er sú að lokið hefur verið við hönnun skálans eftir að bygginganefndarteikningar hans voru lagðar inn í upphafi árs 2023. Næstu skref eru að vinna í fjármögnun og velja hvaða leið verði valin við framkvæmdina. Við vonumst til að nýr skáli taki við af þeim gamla formlega vorið 2026.“
21.06.2024

Söngelskir tvíburar slá taktinn með hamarshöggum

Einn vinsælasti göngustígurinn í borgarlandinu liggur eins og þráður frá austurhlíðum Úlfarsfells og alveg upp á efri bunguna. Þar hefur Ferðafélag Íslands komið fyrir útsýnisskiltum og bekk fyrir þau sem vilja varpa mæðinni andartak og njóta útsýnis...
24.05.2024

Skálaverðir mættir til starfa í Langadal

Skálaverðir eru mættir til starfa í Langadal, í Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands. Langidalur er öllu jafnan fyrsti skáli FÍ sem opnar að vori en síðan mæta skálaverðir í aðra skála eftir því sem líður á júní mánuð og eftir því sem Vegagerð opnar fyrir umferð inn á hálendið. Hjónin Begga og Gísli eru mætt í Langadal og taka nú til hendinni varðandi vorverk og opnun skálans.
14.05.2024

Fjallaskíðaferð á Hvannadalshnúk

Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta fjalladýrðar og náttúru sem við erum svo rík af. Möguleikar til að stunda útivist á fjöllum eru fjölmargir. Fjallgöngur, fjallahlaup, sleðaferðir, jeppaferðir, hestaferðir, gönguskíði og þannig mætti lengi telja. Fjallaskíðun er ein tegund af útivist og hefur notið sífellt meiri vinsælda á síðustu árum. Fjallaskíðaferðir Ferðafélags Íslands hafa á síðustu árum notið mikilla vinsælda.
12.05.2024

Skýrsla stjórnar FI 2023

Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ flutti skýrlsu sjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær í sal félagsins Mörkinni 6. Útgáfa Ferðaáætlunar markar ávallt upphafið að nýju starfsári félagsins. Ferðaáætlun 2023 kom út í byrjun desember 2022 og birtist með stafrænum hætti á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins. Lögð er aukin áhersla á stafræna útgáfu og var ferðaáætlunin því eingöngu gefin út í netútgáfu. Slíkt hefur margvíslega kosti, bæði m.t.t. umhverfisverndar og rekstrar. Að auki gefur stafræn útgáfa möguleika á meiri sveigjanleika, t.d. með nýjum ferðum með styttri fyrirvara. Viðtökur hafa verið afar góðar við þessum áherslubreytingum. Langflest félagsfólk nýtir sér tæknina og skoðar áætlunina á netinu. Ferðaáætlunin var þó einnig aðgengileg til niðurhals í prentvænni útgáfu á heimsíðunni fyrir þá sem vildu prenta hana og eiga heima.
20.04.2024

Umræðufundur og samtal um skálauppbyggingu FÍ á fjöllum

Ferðafélag Íslands stendur fyrir umræðu- og hugmyndafundi um framtíðarsýn á skálauppbyggingu í Risinu, Mörkinni 6, kl. 20 þriðjudaginn 30. apríl. Nú stendur yfir undirbúningsvinna fyrir endurbyggingu á nýjum Skagfjörðsskála og er allri hönnunarvinnu að ljúka og leyfismál eru í umsóknarferli. Fraumundan eru einnig endurnýjun á skálum félagsins við Álftavatn og í Botna í Emstrum 2026 og 2027. Fyrir nokkrum árum leitaði til okkar teymi hönnuða sem að eigin frumkvæði vinnur að hugmyndum að framtíðar fjallaskála í óbyggðum Íslands. Fulltrúar þeirra verða með okkur á fundinum og taka þátt í umræðunum. Í dag eiga Ferðafélag Íslands og deildir þess yfir 40 fjallaskála á hálendinu og í óbyggðum, hver á þáttur FÍ eigi að vera í innviðauppbyggingu á hálendinu og hvar ykkur finnst tækifæri félagsins liggja. FÍ vill eiga samtal við félagsmenn og aðra notendur skálana um þeirra upplifun og sýn í tengslum við hönnun nýrra skála. Seinni hluti fundarins verður á formi stuttrar vinnustofu með hópavinnu.Í framhaldi af fundinum verða senda út skoðanakannanir til félaga varðandi lykilatriði í skálauppbyggingu og hönnun þeirra.
15.04.2024

Fróðleikur og fuglaskoðun í Grafarvogi

Fuglar heilla okkur menninna flesta svo sannarlega og ekki síst hér á landi þar sem farfuglarnir boða hreinlega vorið og sumarkomuna. Allt í einu lifnar allt við í mónum með söng og fjörurnar fyllast af kvakandi fuglum sem eru komnir hingað heim til að undirbúa varp.
10.04.2024

Gleðilega páskahátíð

Ferðafélag Íslands sendir félagsfólki öllu bestu óskir um gleðilega páska og minnir á nú er tilvalið að fara út að ganga í sínu nærumhverfi og eða til fjalla. Munið bara, verið útbúin og kynnið ykkur veðurspá og aðstæður áður en lagt er af stað.
28.03.2024

FÍ Unglingaferðir

Ferðafélag Íslands ásamt Ferðafélagi barnanna ætlar að bjóða uppá göngur fyrir unglinga frá aldrinum 13 ára og eldri, þar sem áhersla er á að njóta útiverunnar á meðan gengið er í félagsskap annarra unglinga.
27.03.2024

Hrönn Vilhjálmsdóttir ný í stjórn FÍ

Aðalfundur Ferðafélags Íslands var haldinn í gærkvöldi í sal FÍ Mörkinni 6. Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ flutti skýrlsu stjórnar og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir fjármálastjóri kynnti ársreikning félagsins. Rekstur félagsins árið 2023 var mjög traustur og var rekstrarafangur sem nemur 12 mrk. Ársreikningur var samþykktur samhljóða af fundargestum. Hrönn Vilhjálmsdóttir var kjörin í stjórn félagsins til næstu þriggja ára. Hrönn hefur starfað lengi með FÍ og sérstaklega Ferðafélagi barnanna þar sem hún leiðir starfið með manni sínum Herði Harðarsyni. Stjórn félagsins er nú skipuð þannig að Ólöf Krístín Sívertsen er forseti og Sigrún Valbergsdóttir varaforseti og auk þeirra eru Salvör Nordal, Elín Björg Jónasdóttir, Hrönn Vilhjálmsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Tómas Guðbjartsson, Gísli Már Gíslason og Gestur Pétursson.
21.03.2024

Aðalfundur Ferðafélags Íslands

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 20. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf og félagsfólk hvatt til að mæta.
12.03.2024

Frábært úrval bóka á bókamarkaðinum á Laugardalsvelli

Bækur Ferðafélags Íslands til sölu á bókamarkaðinum á Laugardalsvelli
10.03.2024

FÍ og Landsbjörg endurnýja samstarfssamning

Ferðafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa gert með nýjan samstarfssamning. FÍ og Landsbjörg hafa lengi átt farsælt og gott samstarf og bæði félög byggja starf sitt að mestu á sjálfboðaliðum og starfa í þágu almennings. Samstarfið nær með annars yfir forvarnarstarf á fjöllum og öryggismál ferðafólks, bætt fjarskiptasamband, stuðningi FÍ við Hálendisvakt Landsbjargar, aðstöðu á fjöllum, fræðslumál og námskeiðshald.
04.03.2024

Bækur, kort og rit - tilvalin gjöf til ferðafélaga

Við erum með frábært úrval af bókapökkum, bókum, kortum og ritum sem eru góðar gjafir til ferðafélaga.
03.03.2024

Nýtt samstarfsverkefni FÍ og Krabbameinsfélagsins

Ferðafélag Íslands og Krabbameinsfélagið hafa tekið höndum saman um nýtt sameiginlegt göngunámskeið, þar sem boðið er upp á vikulegar gönguferðir og fræðslu fyrir þá sem hafa fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Heilnæm útivist í formi gönguferða auk áhugaverðrar fræðslu getur stuðlað að betri andlegri og líkamlegri heilsu fólks sem tekst á við afleiðingar krabbameins og meðferðar vegna þess. Einnig er félagsskapur við aðra sem eiga svipaða reynslu að baki mjög jákvæður, áhrif jafningjastuðnings eru vel þekkt. Margir sem greinst hafa með krabbamein og gengið í gegnum krabbameinsmeðferð glíma við langtímaafleiðingar sem geta verið líkamlegar, andlegar, félagslegar og fjárhagslegar og geta haft mikil áhrif á lífsgæði fólks. Meðal helstu markmiða Krabbameinsfélagsins er að bæta lífsgæði fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra. Ferðafélag Íslands hefur alla tíð unnið að því að auðvelda og hvetja til útivistar og ferðalaga um landið auk þess að fræða um náttúru og sögu.
25.02.2024

Ferðaáætlun FÍ 2024

Ferðaáætlun FÍ 2024 er nú komin í birtingu hér á heimasíðunni. Ferðaáætlunin er líkt og síðustu ár ekki prentuð heldur er hún eingöngu aðgengileg á heimasíðunni undir ferðir. Ferðaáætlunin er að venju stútfull af spennandi ferðum, dagskrá gönguhópa og fjallaverkefna.
16.01.2024

Verðlaunaverkefni FÍ og HÍ magnað í miðlun þekkingar

Verðlaunaverkefni FÍ og HÍ magnað í miðlun þekkingar „Að flétta saman sjálfbærnifræðslu og göngum er ein besta leiðin til að svala áhuga á umhverfisvernd og skilja mikilvægi þess að ganga vel um landið og ferðast fótgangandi. Það er mjög ánægjulegt ...
13.01.2024

Gönguhópar og fjallaverkefni FÍ - fullbókað í flesta hópa

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa og fjallaverkefni sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Þegar er orðið fullbókað í nokkra gönguhópa. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Flestir gönguhóparnir hefjast í upphafi árs og standa ýmist í nokkra mánuði, hálft ár eða heilt ár.
21.12.2023

Náttúra, útivist og lífsgæði

Það er mér sérstakt ánægjuefni, á mínu fyrsta ári sem forseti félagsins, að sjá Ferðaáætlun FÍ 2024 birtast á ný uppfærðri heimasíðu félagsins.
06.12.2023

Háfjallakvöld í Háskólabíó - 27 nóvember kl. 20

Mánudagskvöldið 27. nóv. kl. 20 – 22 býður Ferðafélag Íslands til Háfjallakvölds þar sem haldið verður upp á 96 ára afmæli félagsins. Sérstakur heiðursgestur og fyrirlesari er einn frægasti háfjallagarpur heims, Garrett Madison frá Seattle í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann klifið Everest 11 sinnum, K2 þrisvar í 6 tilraunum, og síðastliðið vor bæði Nuptse Lothse. Fyrir hlé mun Ólöf Sívertsen, forseti FÍ, segja frá ferðaáætlun félagsins á næsta ári og nýjum áherslum en síðan heldur Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir fyrirlestur um nýlegar göngur sínar á hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua, en einnig í grunnbúðir Everest og í síðasta mánuði á brattan tind Imje Tse (Island Peak) í Nepal.
14.11.2023

Forpöntun - Hlýjar Marmot flíspeysur

Sérstakt tilboðsverð til félaga FÍ. Samstarf FÍ, Fjallakofans og Marmot
08.11.2023

Best að flétta ferðir úr fræðslu, náttúru og útivist

Það er gaman ganga með Pétri H. Ármannssyni arkitekt og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands til margra ára um borgarlandið því fáir ef nokkrir þekkja betur eðli og inntak húsanna en hann.
23.10.2023

Eldri og heldri í hamingjugöngum FÍ

„Ég lenti einu sinni í því að ganga með lausa skrúfu í sjö daga ferð um Jökulfirði og Snæfjallaströnd. Ég hafði ökklabrotnað nokkrum árum áður og verið negld saman en gangan í lausu grjótinu gerði það að verkum að skrúfurnar losnuðu!“
13.10.2023

Fjallakvöld FÍ og Fjallakofans

Félögum FÍ er boðið á Fjallakvöld í Fjallakofanum, Hallarmúla 2, fimmtudaginn 26. október.
12.10.2023

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands hlutu viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun.

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands hlutu viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun. Áslaug Árna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar afhenti verðlaunin. Vísindaverðlaun Rannís eru veitt fyrir verkefnið „Með fróðl...
02.10.2023

Ferðaáætlun FÍ 2024 í vinnslu

Um þessar mundir er undirbúningur fyrir næsta ár í fullum gangi. Ferðanefnd Ferðafélags Íslands vinnur nú að því að undirbúa og skipuleggja ferðaáætlun næsta sumars ásamt Heiðu Meldal ferðafulltrúa og skrifstofu FÍ. Ferðanefndin lítur...
28.09.2023

Ný salernisaðstaða við skálann í Hvítárnesi

Nú er komið nýtt salernishús í Hvítárnesi. Vatnssalerni og þar kemur einnig sturtuaðstaða og geymslupláss. Á myndinni er Dóri skálakarl, myndina tók Stefán Jökull umsjónarmaður skála og voru þeir þá að hefja frágangsvinnu við salernishúsið.
13.09.2023

Ferðasaga Gabrielu Galecku skálavarðar FÍ

Gabriela Galecka starfaði sem skálavörður á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi þetta og s.l. sumar, eftir vel unnin störf ákvað hún að ganga Laugaveginn eins og hann leggur sig á einum degi. Hér fyrir neðan er hægt að lesa ferðasögu hennar. ...
12.09.2023

Fjölmörg fjallaverkefni í boði hjá FÍ

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni og útivistarhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.Flest verkefnin hefjast í upphafi árs og standa ýmist í nokkra mánuði, hálft ár eða heilt ár.
08.09.2023

Styttist í lokun skála á Laugaveginum

Nú fer að líða að vetri og með því þá styttist í lokun skála á Laugaveginum, eftir frábært sumar. Við þökkum skálavörðum kærlega fyrir það erfiða og mikilvæga starf sem þeir hafa unnið þetta sumar. Skálum FÍ í Emstrum, Hvanngili, Álftavatni, Hrafnti...
07.09.2023

Óspilllt náttúra hluti af sjálfsmynd Íslendinga

Salvör Nordal var kosin í stjórn FÍ fyrr á þessu ári og er og verður félagið farsælt að njóta krafta hennar. Salvör kemur víða við í skemmtilegu viðtali hér á heimasíðu FÍ.
31.08.2023