Framarar nældu í Hólmbert (original) (raw)
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með HK. mbl.is/Ómar
Úrvalsdeildarlið Fram hefur nælt í einn efnilegasta leikmann 1. deildarliðs HK, Hólmbert Aron Friðjónsson en frá þessu er greint á heimasíðu Fram.
Hólmbert er fæddur árið 1993 en hefur verið fastamaður í liði HK í sumar þrátt fyrir ungan aldur og kom raunar einnig talsvert við sögu í 1. deildinni í fyrra. Hólmbert hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands.
Hólmbert ætti að styrkja lið Fram nokkuð í baráttunni í Pepsí-deildinni en skilur aftur á móti eftir sig skarð í liði HK sem er í botnbaráttu 1. deildar. Hólmbert er markahæsti leikmaður HK-liðsins í sumar.
Nafnið ætti að hringja bjöllum hjá knattspyrnuáhugamönnum en afi og alnafni Hólmberts var leikmaður og þjálfari á sínum tíma. Hann þjálfaði einmitt meistaraflokk karla hjá Fram á árunum 1979-1981.