Margrét Kara til Bandaríkjanna - Vísir (original) (raw)
Margrét Kara Sturludóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópukeppninni þar sem hún er á leið í skóla til Bandaríkjanna. Margrét Kara ákvað á dögunum að fara í Elon-háskólann og þarf að hefja þar nám strax í næstu viku.
Þetta er ekki aðeins missir fyrir íslenska kvennalandsliðið því Íslandsmeistarar Keflavík sjá þarna á eftir byrjunarliðsmanni.
Margrét Kara verður þar með þriðji íslenski leikmaðurinn sem spilar í 1. deild háskólaboltans næsta vetur en fyrir voru þær Helena Sverrisdóttir (Texas Christian University) og María Ben Erlingsdóttir (University of Texas - Pan American). Elon-skólinn er í Norður-Karólínu og lið skólans bera gælunafnið Phoenix. Liðið spilar í Southern Conference.
Af vefsíðu KKÍ