AM 471 4to | Handrit.is (original) (raw)
Fyrirsögn sögunnar er frá 17. öld. Henni er bætt við á sama tíma og fyrirsögn ásamt innihaldslýsingu og efnisyfirliti á blaði 1r sem eru undanfarar sögunnar: Hér byrjast sögur af ýmsum frægðarkonum(!) er á fyrri öldum verið hafa bæði hér á landi og annarstaðar; um þeirra frægðarverk og frækilegar framgöngur í orustum og glímum, bæði við menn og tröll er þeir við átt hafa og hefur bókin inni að halda þessar sögur: Sagan af Þórði hreðu, Sagan af Króka-Ref, Sagan af Búa hundi, Sagan af Katli hæng, Sagan af Grími loðinkinna, Sagan af Örvar-Oddi, Sagan af Viktor og Blávus..
Á tveimur stöðum vantar blað, þ.e. á eftir blöðum 5 og 12. Efni eyðanna virðist svara til efnis á bls. 16:18-19:7 og 37:10-39:8 í útgáfu sögunnar.
Texti á blaði 5v endar á: … ekki er því ath … og blað 6r byrjar á: … mun það varða …
Texti á blaði 12v endar á: … Þó að reyna þurfi … og blað 14r byrjar á: … upp grjót og …