Forsíða (original) (raw)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu
Á hinni íslensku Wikipedíu eru nú 59.272 greinar.
Samvinna nóvembermánaðar 2024 stefnir að því að bæta umfjöllun um Albaníu.
Grein mánaðarins
Eldgosin við Sundhnúksgíga er eldgosahrina sem hófst í desember 2023 við Sundhnúksgíga norðan Grindavíkur og austan Svartsengis. Goshrinan hófst eftir að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023 og stór kvikugangur myndaðist í nóvember. Nú hafa orðið sex sprungugos á kvikuganginum þar sem hraunrennsli er mest fyrstu klukkustundirnar þegar gýs á langri sprungu en gosin hafa svo dregist saman á fáein gosop sem hafa sum verið virk í margar vikur. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og því má reikna með að eldgosin eigi eftir að verða fleiri.
Eldgosahrinan og jarðhræringar í aðdraganda hennar eru á meðal stærstu náttúruhamfara sem gengið hafa yfir á Íslandi. Grindavíkurbær var rýmdur þegar kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember 2023 og þar hefur orðið verulegt eignatjón á fasteignum og innviðum, aðallega vegna sprunguhreyfinga. Hraun frá eldgosunum hefur runnið yfir vegi og lagnir og ráðist hefur verið í gerð mikilla varnargarða til að verja bæði Grindavíkurbæ og Svartsengisvirkjun.
Í fréttum
Atburðir 7. nóvember
- 2001 - Belgíska flugfélagið Sabena varð gjaldþrota.
- 2002 - Íbúar Gíbraltar höfnuðu sameiningu við Spán í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2004 - Phantom Fury-aðgerðin hófst þegar bandarískt herlið réðist á borgina Fallujah í Írak.
- 2007 - Ungur námsmaður gerði skotárás í skóla í bænum Jokela í Finnlandi. Hann varð átta manns að bana, særði tólf og framdi síðan sjálfsmorð.
- 2007 - Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins í kjölfar mikilla mótmæla gegn stjórn hans.
- 2015 - Xi Jinping, forseti Alþýðulýðveldisins Kína, og Ma Ying-jeou, forseti Lýðveldisins Kína, áttu fyrsta formlega leiðtogafundinn í sögu ríkjanna.
- 2019 – Kongóski uppreisnarleiðtoginn Bosco Ntaganda var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni af Alþjóðaglæpadómstólnum.
- 2020 – Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, sigraði sitjandi forsetann Donald Trump og var kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna.
- 2023 - António Costa, forsætisráðherra Portúgals, sagði af sér vegna spillingar.
Vissir þú...
Jeannette Rankin
- … að Charles Curtis, varaforseti Bandaríkjanna frá 1929 til 1933, er eini ameríski frumbygginn sem hefur gegnt embætti varaforseta landsins?
- … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
- … að Jeannette Rankin (sjá mynd), fyrsta konan til að ná kjöri á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var jafnframt eini þingmaðurinn sem kaus gegn stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna gegn Japan árið 1941?
- … að Taínóar voru fyrsta ameríska frumbyggjaþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á ferðum sínum til Ameríku?
- … að sex af tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dollara?
- … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?