Lýdía (original) (raw)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

„Lýdía“ getur einnig átt við nafnið Lýdíu.

Silfurpeningur sleginn af Krösusi.

Lýdía (assyríska: Luddu; gríska: Λυδία) var járnaldarríki í vesturhluta Litlu-Asíu þar sem nú eru tyrknesku héruðin Manisa og Ismír. Íbúar Lýdíu töluðu lýdísku sem er anatólískt mál. Ríkið varð til við fall veldis Hittíta á 12. öld f.Kr. Það náði hátindi sínum undir stjórn Krösosar á 6. öld f.Kr. en eftir ósigur hans gegn Kýrosi 2. lögðu Persar landið undir sig. Síðar varð Lýdía hluti af ríki Alexanders mikla, Selevkídaríkinu og síðar rómverskt skattland.