Laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa (original) (raw)

Borgarstjóri þiggur laun frá Reykjavíkurborg að starfskostnaði meðtöldum samkvæmt ráðningarbréfi að upphæð 2.307.940 kr. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, kr. 229.151. Laun borgarstjóra taka mið af launum forsætisráðherra eins og þau eru ákvörðuð á hverjum tíma af kjaradómi skv lögum nr. 120/1997.

Laun borgarfulltrúa voru lengstum tengd þingfararkaupi en í kjölfar úrskurðar kjararáðs nr. 2016.3.001 ákvað borgarstjórn á fundi sínum þann 15. nóvember 2016 að beina því til forsætisnefndar að ákveða að tímabundið taki laun borgarfulltrúa og launagreiðslur annarra kjörinna fulltrúa sem taka mið af þingfararkaupi ekki breytingu þrátt fyrir úrskurðinn. Í framhaldinu var samþykkt breytt tillaga um skipan launamála kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg á þann hátt að tenging við þingfararkaup var afnumin og þess í stað var tekin upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun þannig að gætt verði samræmis við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins.

Eftir breytinguna tekur heildarlaunakostnaður borgarfulltrúa og þóknanir annarra kjörinna fulltrúa breytingum til samræmis við launavísitölu. Grunnlaunin miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast í janúar og júlí ár hvert.

Frá og með 1. júlí 2024:

Á þessari síðu eru birtar launagreiðslur til borgarfulltrúa frá Reykjavíkurborg en auk þeirra fá borgarfulltrúar fasta mánaðarlega þóknun fyrir stjórnarmennsku í Félagsbústöðum hf., Strætó bs., Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs., Faxaflóahöfnum sf., Malbikunarstöðinni Höfða hf., SORPU bs., Orkuveitu Reykjavíkur, Brú lífeyrissjóði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn í umræddum stjórnum fá greitt fyrir hvern setinn fund. Almannavarnanefnd greiðir aðeins fyrir setna fundi. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fær ekki greitt fyrir stjórnarsetu en varamenn í stjórninni fá greitt fyrir þá fundi sem þeir sitja. Fyrir svæðisskipulagsnefnd og aðrar nefndir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er einnig greitt fyrir setna fundi. Þær tölur eru því allar breytilegar milli mánaða.

Upplýsingarnar í töflunni voru síðast uppfærðar 8. ágúst 2024 og verða næst uppfærðar í janúar 2025.

Hægt er að smella á nöfn fulltrúanna til að fá frekari upplýsingar um þá.

Allar tölur eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur.