Tímarit.is (original) (raw)
Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 ist I Á toppnum Topplag íslenska listans er nýtt að þessu sinni, en það er lagið Son of a Preacher Man með Dusty Springfield. Það lag er úr kvik- myndinni Pulp Fiction og er end- urgerð lags sem samið var árið 1969 og er því komið nokkuð til ára sinna. Hástökkið Hástökk vikunnar er lag Sinead O'Connor, Thank You For Hearing Me. Sinead gaf út lagið á smáskífu og á þeirri skífú fylgdi einnig lagið Streets of London. Svo sérkennilega vill til, að það lag hefúr verið einar 8 vikur á listanum, en Thank You for Hear- ing Me er aðeins búið að vera 2 vikur á listanum. Nýtt líf Nirvana- manna Dave Grohl, liðsmaður Nir- vana sálugu, er þessa dagana að koma nýju hljómsveitinni sinni, Foo Fighters, á koppinn. Til stóð að félagi hans úr Nirvana, Kris Novoselic, yrði liðsmaður hljóm- sveitarinnar en nú er ljóst að af því verður ekki. Nýjustu fregnir af honum eru þær að hann sé sest- ur við skriftir og ætli að gefa út bók. Foo Fighters kvað hins veg- ar vera hundelt af öllum helstu útgáfufyrirtækjum Bandaríkj- anna enda talin verða í hópi stór- fiska. Athyglis- verð auka- búgrein Önnur ný hljómsveit, sem menn bíða spenntir eftir að heyra í, er Mad Season. Hún er aukabú- grein nokkurra frægra poppara og fer þar fremstur í flokki Mike McCready, gítarleikari Pearl Jam. Auk hans skipa Mad Sea- son þeir Barrett Martin, trommu- leikari Screemins. Reiðir rokkarar Það er eins gott fyrir popp- skríbenta að vara sig á því hvað þeir skrifa um hverja. Að þessu komust blaðamenn hins þekkta þungarokkstímarits Kerrang! en á dögunum réðust reiðir liðs- menn rokksveitarinnar The Wildhearts inn á ritstjóm blaðs- ins og lögðu þar állt í rúst. Ástæð- an var umfjöllun blaðsins um meintan brottrekstur bassaleik- ara sveitarinnar, sem var hreinn uppspuni, að sögn hljómsveitar- manná. Þeirra bíður nú reikning- ur frá Kerrang! fyrir skemmdir upp á 200 þúsund krónur. í 1501)1 COCA-CÖLA Á BYUÍJUAM í DAG IiL. 1G.(M) If S) / I msm LiSTijVN mi. ios V) HtiJNA 4.2 95 ■ ) ».2 '95 ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKURÁ LISTANUM TÖ1»P 40 Q) 2 16 3 -Á TOPPNUM tTVÆR VIKUR- SON OF A PREACHER MAN DUSTY SPRINGFIELD 2 1 1 8 ODE TO MY FAMILY CRANBERRIES 3 4 9 5 WHATEVER OASIS 9 12 3 CRUSH WITH EYELINER R.E.M. CD 13 2 — HÁSTÖKK VIKUNNAR — THANK YOU FOR HEARING ME SINEAD O'CONNOR G) 11 18 3 THE MAN WHO SOLD THE WORLD NIRVANA G) 8 10 3 FREAK OUT JET BLACK JOE 1 ~nýttAusta~ DANCING BAREFOOT U2 9 3 2 10 ABOUT A GIRL NIRVANA 10 7 4 5 SYMPATHY FOR THE DEVIL GUNS N'ROSES (áD 19 26 5 HIBERNACULUM MIKE OLDFIELD 12 5 7 5 ÁST! VIÐLÖGUM UNUN 13 6 5 5 BETTERMAN PEARLJAM 14 14 22 7 WE HAVE ALL THE TIME IN THE WORLD LOUIS ARMSTRONG © 17 23 3 GLORY BOX PORTISHEAD © 18 21 3 THE REASON IS YOU NINA © 20 - 2 ÞANNIG ER NÚ ÁSTIN BUBBI 18 15 14 7 TAKE A BOW MADONNA © 24 - 2 FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN © 28 - 2 SCATMAN SCATMAN JOHN 21 10 3 10 LÖG UNGA FÓLSINS UNUN © - - 1 THE BALLAD OF PETER PUMKINHEAD CRASH TEST DUMMIES © - - 1 BASKET CASE GREEN DAY © - - 1 1 LOVE THE NIGHT LIFE ALICIA BRIDGES 25 12 6 6 BLIKANDI STJÖRNUR MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR © 27 27 5 THINK TWICE CELINE DION © - - 1 THAT'S JUST WHAT YOU ARE AMIEE MANN © - - 1 EVERLASTING LOVE GLORIA ESTEFAN @ 36 - 2 TELL ME WHEN HUMAN LEAGUE @ 34 2 STRONG ENOUGH SHERYL CROW 31 32 38 5 DON'T DON'T TELL ME NO SOPHIE B. HAWKINS © - - 1 BETTER DAYS AHEAD TYRELL CORPORATION © - 1 THIS COWBOY SONG STING 34 16 8 10 TOMORROW SPOON 35 29 32 5 SWEETEST DAY VANESSA WILLIAMS © 40 - 2 IN THE HOUSE OF STONE AND LIGHT MARTIN PAGE 37 21 11 8 STREETS OF LONDON SINEAD O'CONNOR © - - 1 HOW DID 1 GET BY WITHOUT YOU JOHN WAITE © - - 1 OH BABY 1... ETERNAL 40 25 20 5 LITTLE BITTY PRETTY ONE HUEY LEWIS 8< THE NEWS Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVi hverri viku. FJöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 18 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af gengi laga á erlendum vinsældalistum og spilun þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi I DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt I vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er I tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backmann og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson DV Skandall eftir skandal Hljómleikaferð hljómsveitar- innar Hole um Ástralíu hefur verið ein samfelld syrpa af skandölmn og skömmum. Eins og fyrri daginn er það söngkon- an Courtney Love sem leikur að- alhlutverkið og virðist konugrey- ið hafa hrokkiö algjörlega af hjör- unum við fráfall eiginmannsins Kurts Cobains. Hún var handtek- in á dögunum, eins og kimnugt er af fréttum, fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél en til viðbótar því hefur gengið á ýmsu á tónleikum sveitarinnar. Love hefur meðal annars slegist við áheyrendur, fleygt í þá skóm og öðru lauslegu, klæmst og bölvað eins og naut í flagi á sviðinu auk þess sem hún hefúr flaggað ýms- um líkamspörtum framan í áhorfendur. Það þarf vart að taka fram að uppselt hefúr verið á alla tónleika Hole. Plötu- fréttir Ný plata frá Bruce Springsteen er væntanleg í verslanir í lok febrúar. Þar er Greatest Hits plata á ferðinni en auk gamal- lumnra laga fljóta tvö ný með, Secret Garden og This Hard Land ... Wayne Kramer, sem var liðsmaður MC5 sálugu, er kom- inn á kreik á ný og sendir frá sér fýrstu sólóplötu sína nú á næst- unni... The Orb gefa út nýja plötu um miðjan mars og þeir sem kaupa fá talsvert af tónlist fyrir sinn snúð því eftiið á plöftmni mun alls ná 70 mínútum að lengd ... P.J. Harvey hefúr lokið upptökmn á nýrri plötu sem kem- ur út í lok febrúar ... Um svipað leyti kemur út langþráð Unplug- ged plata með Bob Dylan ... Living Color öll Tölvupopparinn góðkunni, Marc Almond, hefúr skýrt frá því að hann hafi verið hætt kominn vegna eiturlyfjaneyslu áður en honum tókst að koma böndum á fíknina. Eitt sinn hafi hann ver- ið í mikilli vímuveislu ásamt öðru fólki og lent í útistööum við aðra kexruglaða dópista sem gengu svo hraustlega í skrokk á honmn að hann sá hvorki daginn né veginn. Og það mátti víst ekki tæpara standa að lögreglan kom á staðinn í þann mimd sem skríl- mennin voru að bisa við að henda Almond út mn gluggann á sjöttu hæð. Nýtt Hæsta nýja lagið er Dancing Barefoot sem flutt er af írsku hljómsveitinni U2. Lagið var upp- haflega samið af Patty Smith árið 1979, en kemur fyrir í kvikmynd- inni Threesome með hljómsveit- inni U2. -SþS-