Rof á efri bogagöngum – sjúkratilfelli (original) (raw)

Frumárangur kransæavíkkana hjá sjúklingum me sykurs˝ki á Íslandi

2004

Inngangur: Erlendar rannsóknir benda til þess að frumárangur kransaeðavíkkana sé lakari hjá sykursjúkum en öðrum kransaeðasjúklingum og fylgikvillar og endurþrengsli algengari. Því var gerður samanburður á þessu hér á landi. Efniviður og aðferðir: Á árunum 1987-2002 voru gerðar 4435 kransaeðavíkkanir, þar af 377 (8,5%) hjá sykursjúkum. Sjúkraskrár voru kannaðar afturvirkt með tilliti til klínískra þátta, frumárangurs kransaeðavíkkunar, og fylgikvilla á sjúkrahúsi. Niðurstöður: Hlutfallsleg tíðni sykursjúkra sem fóru í kransaeðavíkkun jókst á rannsóknartímabilinu úr 5,7% í 10,6% (p=0,001). Hjá sykursjúkum í samanburði við sjúklinga án sykursýki var meðalaldur haerri (64 ± 10 á móti 62 ±10 ár; p=0,002) og konur voru hlutfallslega fleiri. Meðal sykursjúkra var tíðni háþrýstings, haekkaðs kólesteróls og virkrar reyktóbaksfíknar haerri. Algengara var að sykursjúkir hefðu fyrri sögu um hjartadrep, opna hjáveituaðgerð, kransaeðavíkkun, hvikula hjartaöng og þriggjaaeða sjúkdóm. Klínísk endurþrengsli sem aftur þurftu víkkunaraðgerð voru ekki marktaekt algengari hjá sjúklingum með sykursýki í samanburði við aðra (13,3% á móti 10,8%; p= 0,15). Frumárangur kransaeðavíkkana var jafn góður hjá sjúklingum með og án sykursýki (93% á móti 92%). Þörf á bráðri hjáveituaðgerð eftir víkkun var sambaerileg hjá hópunum, en meðal sykursjúkra var meira en þreföld haekkun á kreatínínkínasa-MB fátíðari. Hins vegar var dánartíðni í sjúkrahúslegu marktaekt haerri hjá sykursjúkum en öðrum (1,1% á móti 0,3%; p=0,04). Í fjölþáttagreiningu voru marktaekir spáþaettir fyrir dauða í sjúkrahúslegu: Bráð kransaeðavíkkun vegna ST-haekkunar hjartadreps, fjöldi þrengdra kransaeða, sykursýki og aldur, en greind kólesterólhaekkun var verndandi þáttur. Ályktun: Frumárangur kransaeðavíkkana hér á landi er sambaerilegur hjá sjúklingum með og án sykursýki. Fáir sjúklingar létust í kjölfar kransaeðavíkkunar, en hjá sykursjúkum var dánartíðni í sjúkrahúslegu þó haerri en hjá öðrum sjúklingum. Inngangur AEðakölkunarsjúkdómar er algengir hjá sjúklingum með sykursýki og þeir fá oftar kransaeðasjúkdóm og hjartadrep en einstaklingar sem ekki hafa sykursýki (1, 2). Langtímahorfur sjúklinga með greinda sykursýki eru svipaðar og hjá þeim sem ekki hafa sykursýki en hafa fengið hjartaáfall og fylgikvillar og dán

Laus jarðlög á milli Þverfellshorns og Kistufells í Esju

2014

Þegar litið er á svaeðið milli Þverfellshorns og Kistufells í Esju má sjá mikið magn lausra jarðlaga. Þegar rýnt er í landformin má skipta svaeðinu í fjögur svaeði út frá útliti. Svaeði eitt og tvö hafa mikið magn þverhryggja og hóla. Baeði eru þetta landform sem gefa til kynna að þarna hafi orðið skriðuföll. Neðar á rannsóknarsvaeðinu, á svaeði þrjú og fjögur, hverfa alveg fyrri landform. Þarna eru hryggir áberandi sem liggja niður hlíðina. Þeir mynduðust þegar efnið rann þarna fram og dreifði úr sér á sléttlendinu fyrir neðan. Tvaer áberandi urðartungur sjást fara þarna niður og er sú eystri mun meiri um sig. Þarna hafa orðið tvaer tegundir skriða, á svaeði eitt og tvö faerðust skriðurnar til eftir brotsári sem er íhvolft upp á við. Þannig ná skriðurnar að varðveita nokkuð innbyrðis skipan efnisins. Á neðri svaeðum (þrjú og fjögur), var skriðan af þeirri gerð sem kalla má flóð, þegar kurluð urðin flaeddi niður hlíðina og breiddist út á sléttlendinu neðan hlíðarinnar. Haegt er að leiða að því líkum að um tvo aðskilda atburði hafi verið að raeða þar sem greinilegur munur er á milli eystri og vestari hluta rannsóknarsvaeðisins.