Hversu mikið er nonnulla? Recensus Páls Vídalíns í Sciagraphiu Hálfdanar Einarssonar (original) (raw)

2000, Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns

Í formála að íslenskri bókmenntasögu Hálfdanar Einarssonar á latínu, Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ (Kaupmannahöfn 1777), segist höfundur skulda „ekki ekkert" (nonnulla á latínu) íslensku skálda- og rithöfundatali á 16. og 17. öld eftir Pál Vídalín. Rit þetta var samið á latínu um 1700 undir titlinum Recensus Poetarum et Scriptorum Islandorum huius et superioris seculi. Upprunalega handritið virðist glatað en til er útdráttur þess (JS 569 4to) með hendi Hálfdanar Einarssonar og laus- leg þýðing í tveimur útgáfum (MS Bor. 66 og JS 30 4to) eftir sr. Þorstein Pétursson á Staðarbakka. Þessa tvo texta hefur Jón Samsonarson búið til prentunar. í greininni er skoðað hvernig Hálfdan fjallar um Pál í bókmenntasögunni og hversu mikið efni hann notar úr skáldatali hans og þá hvernig. Einnig er leitað vísbendinga um hvort Hálfdan hafi notað eigin útdrátt ritsins eða hið glataða handrit sjálft við samningu bókmenntasögunnar. Markmiðið er að draga upp dálítið gleggri mynd af sambandi og sérkcnnum þessara tveggja merkustu bólcmenntasögurita frá 18. öld.

Um pilta og stúlkur í íslenska menntakerfinu

Tímarit um uppeldi og menntun, 2022

Þessi grein lýsir stöðu nemenda eftir kyni innan íslenska menntakerfisins og frammistaða kynjanna er borin saman. Spurt er hvort markverður munur sé á frammistöðu drengja og stúlkna. Í ljós kemur að í grunnskóla standa stúlkur drengjum að meðaltali framar á samræmdum prófum í íslensku og drengir eru í miklum meirihluta þeirra tíu prósenta sem standa sig illa. Kynjamunurinn er mikill í alþjóðlegum samanburði. Í framhaldsskólum er brottfall drengja um 50% meira en stúlkna, bæði í bóknámi og starfsnámi, en endurkoma beggja kynja er sem betur fer talsverð. Stúlkur eru í meirihluta meðal stúdenta og um 2/3 þeirra sem ljúka háskólanámi. Þær eru í miklum meirihluta á sviði hugvísinda, heilbrigðisvísinda og á flestum sviðum félagsvísinda. Drengir eru í meirihluta í greinum verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði, sagnfræði og heimspeki. Konur eru að meðaltali með hærri einkunn á fyrsta ári í Háskóla Íslands, sem skýrist einkum af lægri brottfallstíðni.

Loading...

Loading Preview

Sorry, preview is currently unavailable. You can download the paper by clicking the button above.