Speglasalur fegurðarinnar: Viðtal við Hrönn Sveinsdóttur og Árna Sveinsson um myndina Í skóm drekans (original) (raw)
Um pilta og stúlkur í íslenska menntakerfinu
Tímarit um uppeldi og menntun, 2022
Þessi grein lýsir stöðu nemenda eftir kyni innan íslenska menntakerfisins og frammistaða kynjanna er borin saman. Spurt er hvort markverður munur sé á frammistöðu drengja og stúlkna. Í ljós kemur að í grunnskóla standa stúlkur drengjum að meðaltali framar á samræmdum prófum í íslensku og drengir eru í miklum meirihluta þeirra tíu prósenta sem standa sig illa. Kynjamunurinn er mikill í alþjóðlegum samanburði. Í framhaldsskólum er brottfall drengja um 50% meira en stúlkna, bæði í bóknámi og starfsnámi, en endurkoma beggja kynja er sem betur fer talsverð. Stúlkur eru í meirihluta meðal stúdenta og um 2/3 þeirra sem ljúka háskólanámi. Þær eru í miklum meirihluta á sviði hugvísinda, heilbrigðisvísinda og á flestum sviðum félagsvísinda. Drengir eru í meirihluta í greinum verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði, sagnfræði og heimspeki. Konur eru að meðaltali með hærri einkunn á fyrsta ári í Háskóla Íslands, sem skýrist einkum af lægri brottfallstíðni.
Undir berum himni. Ígrundun og áskoranir háskólanema
Netla
Innan menntakerfa hefur sjónum verið beint að mikilvægi þess að skapa umhverfi og aðstæður til að auka hæfni nemenda til að takast á við óvissu og krefjandi áskoranir samtímans – hvort sem það er á sviði umhverfismála, heimsfaraldurs eða annarra þátta.Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að útilíf og útimenntun undir leiðsögn geti verið gagnleg og öflug leið til að vinna með slíka hæfni. Reynslu sem verður til við að færa nám út í náttúruna, má rekja til krefjandi samskipta nemenda þegar tekist er á við óöruggt umhverfi og veðurfar. Til þess að reynslan verði að lærdómi og geti stuðlað að aukinni hæfni nemenda er nauðsynlegt að hún sé ígrunduð með skipulögðum hætti.Tilgangur þessarar greinar er að benda á mikilvægi námsumhverfis og skapandi leiða til þess að mæta samtímakröfum við menntun háskólanemenda. Markmiðið er að varpa ljósi á hlutverk ígrundunar við að draga fram möguleika til náms og þroska sem felast í að dvelja úti í náttúrunni. Skoðaðar eru ígrundanir nemenda fyrir, í o...