Fatlaðir háskólanemendur óskast! Þróun rannsókna á aðgengi fatlaðra nemenda að námi á háskólastigi (original) (raw)

Undir berum himni. Ígrundun og áskoranir háskólanema

Netla

Innan menntakerfa hefur sjónum verið beint að mikilvægi þess að skapa umhverfi og aðstæður til að auka hæfni nemenda til að takast á við óvissu og krefjandi áskoranir samtímans – hvort sem það er á sviði umhverfismála, heimsfaraldurs eða annarra þátta.Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að útilíf og útimenntun undir leiðsögn geti verið gagnleg og öflug leið til að vinna með slíka hæfni. Reynslu sem verður til við að færa nám út í náttúruna, má rekja til krefjandi samskipta nemenda þegar tekist er á við óöruggt umhverfi og veðurfar. Til þess að reynslan verði að lærdómi og geti stuðlað að aukinni hæfni nemenda er nauðsynlegt að hún sé ígrunduð með skipulögðum hætti.Tilgangur þessarar greinar er að benda á mikilvægi námsumhverfis og skapandi leiða til þess að mæta samtímakröfum við menntun háskólanemenda. Markmiðið er að varpa ljósi á hlutverk ígrundunar við að draga fram möguleika til náms og þroska sem felast í að dvelja úti í náttúrunni. Skoðaðar eru ígrundanir nemenda fyrir, í o...

Samkennsla staðnema og fjarnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands : reynsla og viðhorf kennara og nema – togstreita og tækifæri

2011

Þegar rannsaka á þróun samkennslu við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þarf að líta á hana í samhengi við þróun fjarnáms í kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands og áður Fósturskóla Íslands sem varð hluti af Kennaraháskólanum árið 1998. Leikskólakennaranám í fjarnámi hófst árið 1991 og var í fyrstu skipulagt í staðbundnum lotum þar sem nemar komu í skólann þrisvar á ári 3-4 vikur í senn. Þess á milli byggðist námið á bréfasamskipum og símaviðtölum þar sem einungis hluti nema var tölvutengdur Samkennsla staðnema og fjarnema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Reynsla og viðhorf kennara og nematogstreita og taekifaeri

Framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla á Íslandi: Viðhorf skólafólks og tillögur um aðgerðir

Netla, 2021

Menntun fyrir alla er einn af meginþáttum þeirrar stefnu sem íslenskt skólakerfi er byggt á. Í úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir (hér eftir Evrópumiðstöðin) á framkvæmd stefnunnar, sem var birt 2017, kom fram að þrátt fyrir að stefnan væri skýr hefði skólasamfélagið hvorki skýra mynd af hugtakinu menntun án aðgreiningar né fullnægjandi skilning á hvað skólastarf á þeim grundvelli fæli í sér. Markmið greinarinnar er tvíþætt: Í fyrsta lagi að draga saman niðurstöður 23 funda sem haldnir voru um allt land á vegum stýrihóps Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um menntun fyrir alla haustið 2018 með það fyrir augum að skapa umræðu um stefnuna. Til fundanna voru boðaðir fulltrúar leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, frístundaþjónustu, foreldrafélaga, skólaskrifstofa, félags- og skólaþjónustu auk heilsugæslu. Niðurstöðurnar eru byggðar á greiningu á umræðuverkefni sem lagt var fyrir á hverjum fundi þar sem þátttakendur komu sér saman um mikilvægustu breytinga...

Mat á stöðu faglegs lærdómssamfélags í grunnskóla: Þróun mælitækis

Netla, 2020

Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að draga fram þá þætti sem einkenna lærdómssamfélag í íslenskum grunnskólum og hins vegar að þróa mælitæki sem gefur upplýsingar um stöðu lærdómssamfélags innan hvers skóla. Tilgangur slíks mælitækis er að fá yfirlit um stöðuna í hverjum skóla og gögn um helstu styrkleika og áskoranir sem þróun lærdómssamfélags innan skólans stendur frammi fyrir. Slíkar niðurstöður má nota af starfsfólki skólans til að rýna í eigið starf en einnig til að sníða ráðgjöf og leiðsögn að þörfum á hverjum stað eða ákveða hvert megi beina starfsþróun starfsfólks skólans. Mælitækið er spurningalisti með staðhæfingum sem mótaður var á grunni annarra spurningalista sem höfðu verið notaðir hér á landi og hann þróaður áfram. Forprófun fór fram meðal kennara og stjórnenda í 13 skólum og eftir gagngera endurskoðun var listinn lagður fyrir í 14 skólum til viðbótar.Niðurstöður leiddu í ljós sex vel afmarkaða þætti sem eru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsó...

Að undirbúa nám í nýjum skóla: Áhersluþættir stjórnanda og mannaráðningar

Tímarit um menntarannsóknir, 2012

Birna maría svanbjörnsdóttir Háskólanum á akureyri, miðstöð skólaþróunar, allyson macdonald Háskóla íslands, menntavísindasviði og Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 43 1. mynd. Forysta til náms í nýjum skóla.

Um pilta og stúlkur í íslenska menntakerfinu

Tímarit um uppeldi og menntun, 2022

Þessi grein lýsir stöðu nemenda eftir kyni innan íslenska menntakerfisins og frammistaða kynjanna er borin saman. Spurt er hvort markverður munur sé á frammistöðu drengja og stúlkna. Í ljós kemur að í grunnskóla standa stúlkur drengjum að meðaltali framar á samræmdum prófum í íslensku og drengir eru í miklum meirihluta þeirra tíu prósenta sem standa sig illa. Kynjamunurinn er mikill í alþjóðlegum samanburði. Í framhaldsskólum er brottfall drengja um 50% meira en stúlkna, bæði í bóknámi og starfsnámi, en endurkoma beggja kynja er sem betur fer talsverð. Stúlkur eru í meirihluta meðal stúdenta og um 2/3 þeirra sem ljúka háskólanámi. Þær eru í miklum meirihluta á sviði hugvísinda, heilbrigðisvísinda og á flestum sviðum félagsvísinda. Drengir eru í meirihluta í greinum verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði, sagnfræði og heimspeki. Konur eru að meðaltali með hærri einkunn á fyrsta ári í Háskóla Íslands, sem skýrist einkum af lægri brottfallstíðni.