Fréttir - mbl.is (original) (raw)

mbl.is

Mánudagur,11. nóvember 2024

Jón Gunnarsson alþingismaður.

Sakar Heimildina um þátttöku í að hlera son sinn

Jón Gunnarsson alþingismaður segir vikuritið Heimildina hafa tekið þátt í blekkingarleik með erlendri tálbeitu fyrir son sinn til að afla upplýsinga um sig varðandi hvalveiðar á Íslandi. Án þess að greina frá því hvað sonur hans hafi sagt segir Jón í yfirlýsingu, sem hann hefur birt á Facebook, að það hafi ekki allt verið rétt. Meira.

Morgunblaðið - allt fyrir áskrifendur

Allir veiðiþjófarnir fóru í eftirlitið

Allir veiðiþjófarnir fóru í eftirlitið

Gestur Dagmála er hreindýraleiðsögumaðurinn Sigurður Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Siggi hefur veitt hreindýr í hálfa öld og síðari hluta þess langa ferils aðstoðað veiðimenn. Áður en til þess kom var hann stórtækur veiðiþjófur ásamt bræðrum sínum og telst honum til að þeir hafi fellt um fimm hundruð dýr í leyfisleysi. Hann er orðinn 67 ára og telur sig eiga eftir hátt í tvo áratugi í leiðsögninni. Siggi er eilífðar sjálfstæðismaður og hefur aldrei kosið annað og mun halda því áfram þar til hann drepst. Siggi fer aldrei út úr húsi öðruvísi en að vera með hníf í beltisstað og gildir einu þó að hann heimsæki höfuðborgina. Hnífinn skilur hann ekki við sig og mætti að sjálfsögðu með hann í stúdíó Dagmála.

Miklar hæðir og lægðir á ferlinum

Íþróttir 8. nóvember 2024

Miklar hæðir og lægðir á ferlinum

Knattspyrnumaðurinn og Skagamaðurinn Arnór Smárason lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk í Bestu deildinni í október, 36 ára að aldri. Arnór ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin á Akranesi, atvinnumanna- og landsliðsferilinn, endurkomuna til Íslands og lífið eftir fótboltann.

Repúblikanir taka öll völd

Þjóðmálin 7. nóvember 2024

Repúblikanir taka öll völd

Donald Trump varnn mun stærri sigur á mótherja sínum en nokkrar kannanir höfðu gefið til kynna að gæti gerst. Nú ráða Repúblikanir Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Fulltrúadeild þingsins næstu tvö ár hið minnsta og hið sama á við um öldungadeildina.

Myndaveisla: Hönnunarverðlaun Íslands