Samherji hf. (original) (raw)
Fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í dag vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Duflið kom í síðasta holi veiðiferðarinnar. Björg kom til Akureyrar í morgun.
Sjá meira
Ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell eru sömuleiðis farin til veiða. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast af krafti eftir jóla- og nýársfrí starfsfólks.
Sjá meira
Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um heillaríkt komandi ár, með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum.
Sjá meira
Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár, með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.
Sjá meira